Góð ráð fyrir maka

Góð ráð fyrir maka

Leyndarmalid

Leyndarmálið hennar upplýst!

                       

 

                                                                                                                                             

          

Myndin

RÁÐ 1 - STÆRÐ

 

Ef þú ætlar að koma henni á óvart skaltu stelast til að kíkja á stærðina á uppáhalds brjóstahaldaranum hennar.

Stærðin er gefin til kynna með númeri og bókstaf. Númerið gefur til kynna ummál brjóstahaldarans, bókstafurinn vísar til skálastærðinnar.

   

 

 

 

balconetteII

RÁÐ 2 - SNIÐ

 

Ekki er nóg að vera viss um stærðina. Snið brjóstahaldarans skiptir einnig miklu máli.

Balconette Þessi brjóstahaldari er með djúpu hálsmáli sem gerir barminn mjög fallegan og brjóstaskoruna afar sýnilega.

 

 

 

 

 

chantelle-volupte-seamless-minimizer-bras-2361II

 

Saumlausar skálar:  Þessi er alveg sléttur. Saumar eru engir, eða vel faldir. Tilvalinn undir þröngan fatnað.

                                 

 

 

spangarII

Spangabrjóstahaldari Í þessum brjóstahaldara eru settar spangir í saumana undir brjóstunum. Þær veita góðan stuðning auk þess að lyfta barminum ofurlítið.

 

 

push up_2II

Push-up Brjóstahaldari með spöngum og púðum sem lyfta brjóstunum og þrýsta þeim saman svo barmurinn verður afar lögulegur og þrýstinn. Fer vel undir flegnum fötum.

 

 

straplessII

Hlíralaus Hægt er að fjarlæga hlírana á þessum brjóstahaldara sem gerir konunni kleift að nota hann undir mjög flegnum eða hlíralausum fötum, án þess að brjóstahaldarinn sjáist.

 

 

HauteCouture NoirRougeII

Korselett:  Brjóstahaldari og áfastur bolur sem fellur þétt að líkamanum. Margar gerðir eru af korselettum en algengast er að þau séu með spöngum undir brjóstum og og niður með síðunum sem veitir góðan stuðning fyrir brjóst og mitti. Mörg eru með áföstum sokkaböndum og hlírum sem taka má af. Afar falleg og eiguleg undirföt sem má til dæmis nota undir fína kjóla.

 

spangarlausII

 

Mjúkur Skálarnar á þessum brjóstahaldara eru mjúkar og engar spangir liggja undir brjóstin.

                       

 

images-1

 

 

RÁÐ 3 - LITUR

 

Liturinn gæti skipt hana miklu máli. Það er þó enginn vandi að finna uppáhalds litina hennar. Kíktu inn í fataskápinn hennar og þeir munu blasa við þér þar. Þessir litir finnast henni mest lokkandi og spennandi.

 

 

 

Gjafakort svarthvitt

 

 

 

RÁÐ 4 - GJAFAKORT

Ef þú ert enn ekki viss um hvað hún myndi helst af öllu vilja, þá er gjafakortið lausnin. Gjafakort fyrir undirföt að eigin vali mundi örugglega gleðja hana mikið, ávísun á að velja sér eitthvað virkilega spennandi. Kíktu við eða hringdu og starfsfólk okkar sér um að útbúa fallegt gjafakort. Það er tilvalin gjöf, hvort sem tilefnið er stórt eða jafnvel ekkert. Gleddu hana svo hún geti glatt þig.

 

Okkar þjónusta

Lífstykkjabúðin býður upp á faglega ráðgjöf og mælingu við val á undirfatnaði.  

Við reynum að hafa mikið vöruúrval svo allir geti fundið undirföt við sitt hæfi.  

Ef við eigum ekki til þína stærð eða þinn uppáhalds lit, sérpöntum við undirföt
fyrir þig. 

Staðsetning

Lífstykkjabúðin

Fákafeni 9

108 Reykjavik

Sími: 551-4473

 

OPNUNARTÍMI Í DESEMBER

Virkir 9 - 13. des: 11 - 18

Lau 14 des:         11 - 18

Su 15 des:          13 - 18

Virkir 16-20 des: 11 - 20

Lau 21 des:        11 - 18

Su 22 des:         13 - 18

25 - 26 des LOKAÐ

27. des:      10-18

28 des:       11-16

29 des:      LOKAÐ

30 des:      11-18

31 des:      10-12